Velkomin á vef svifflugfélagsins

Viltu prófa svifflug?


Hugsaðu þér að þú gætir beislað kraft náttúrunnar til að svífa um loftin blá og njóta frábærs útsýnis. Með því að prófa svifflug muntu fljótlega uppgötva möguleikana sem liggja í þessu magnaða ævintýri.

Með því að nota sömu náttúrulegu loftstrauma og fuglarnir geturðu tekið flugið í tveggja sæta svifflugu með reyndum flugmanni og notið þessarar spennandi reynslu, óháð aldri þínum, líkamlegrar getu eða bakgrunni. Skoðaðu vefsíðu okkar til að fá frekari upplýsingar. Þar á meðal hvernig hægt er að gerast fullgildur  svifflugmaður.

Velkomin

Svifflugfélag Íslands er með starfsemi sína á Sandskeiði sem er við Suðurlandsveginn þar sem ekið er inn í Bláfjöll. Við tökum vel á móti þeim sem heimsækja okkur til að skoða svifflugurnar eða að fara í kynnisflug. Hægt er að hafa samband við okkur í tölvupósti svifflug@hotmail.com en það er flogið öll kvöld og helgar yfir  sumarið þegar veður leyfir.

Hægt er að greiða flugnámskeið með frístundakorti sveitarfélaganna.

 

Fréttir og fróðleikur frá félaginu

Fréttir og fróðleikur frá Svifflugfélagi Íslands sem við viljum koma á framfæri. Endilega hittu okkur líka á Facebook þar sem við spjöllum gjarnan.