Árskeppni Flugmálafélags Íslands - Fannarsbikarinn

Flugmálafélag Íslands (FmÍ) efnir ár hvert til Árskeppni FmÍ i sviffugi

Reglur fyrir Árskeppni FmÍ í svifflugi

  1. Flugmálafélag Íslands (FmÍ) efnir ár hvert til Árskeppni FmÍ í svifflugi. Keppnistímabilið er frá 1. janúar til 31. desember að báðum dögum meðtöldum.
  2. Tilgangur keppninnar er að hvetja til aukins yfirlandsflugs á svifflugum.
  3. Þátttaka er heimil svifflugmönnum sem eru fullgildir meðlimir í FmÍ eða aðildarfélagi þess.
  4. Keppendur skulu hafa skírteini svifflugmanns sem er útgefið af Samgöngustofu.
  5. Keppnin er einstaklingskeppni og gilda fyrir hana hinar almennu reglur Féderation Aéronautique Internationale (FAI) og leikreglur svifflugmanna (Sporting Code, D-section). Metin verða til stiga tvö bestu yfirlandsflug hvers keppanda sem flogin eru á Íslandi. Undanskilin eru þó flug sem flogin eru á svifflugmótum.
  6. Stig verða veitt fyrir keppnisflug á eftirfarandi hátt:
  7. Bein vegalengd (STRAIGHT DISTANCE) 1,00 stig/km,
  8. Mark vegalengd (GOAL DISTANCE) 1,5 stig/km,
  9. Fram-og-til-bakaflug (OUT AND RETURN) 1,75 stig/km,
  10. Þríhyrningsflug (TRIANGLE) 2,0 stig/km,
  11. Frjáls vegalengd ([FREE DISTANCE]) 0,75 stig/km,
  12. Frjáls 3 snúningspunkta vegalengd ([FREE 3TP DISTANCE]) 1,5 stig/km,
  13. Frjáls fram-og-til-baka ([FREE OUT & RETURN]) 1,5 stig/km,
  14. Frjálst þríhyrningsflug ([FREE TRIANGLE]) 1,75 stig/km,
  15. Aðeins þau flug verða metin til keppninnar sem ná a.m.k. 50 stigum.
  16. Ef marki er ekki náð í flugi sem tilkynnt var sem Mark vegalengd verða veitt 1 stig/km.
  17. Ef ekki er náð til baka að brottfararpunkti í flugi sem tilkynnt var sem Fram-og-til-bakaflug, verða veitt 1,5 stig/km að snúningspunkti en þaðan 1,0 stig/km.
  18. Ef ekki er náð til baka að brottfararpunkti í flugi sem tilkynnt var sem þríhyrningsflug verða veitt 1,5 stig/km að náðum hornpunktum en þaðan 1,0 stig/km.
  19. Ef ekki er náð til baka að brottfararpunkti í frjálsum flugum skal helminga vegalengd sem flogin er frá síðasta gilda snúningspunkti.
  20. Um meðferð allra gagna eins og flugyfirlýsingu, igc-skrá, flugtaks- og lendingarvottorðs gilda sömu reglur og fram koma í leikreglum svifflugmanna. Einnig gilda leikreglur svifflugmanna um brautir og flugrita. Skila skal igc-skrá að flugi loknu.
  21. Tilkynna skal Svifflugnefnd FmÍ eigi síðar en 20. janúar ár hvert um þau flug ársins á undan sem meta á til stiga í keppninni.
  22. Sigurvegari telst sá svifflugmaður sem hæsta stigatölu hlýtur samkvæmt 5. grein. Ber hann titilinn Ársmeistari í svifflugi það árið sem keppnin fór fram.

Að lokum eru keppendur beðnir um að kynna sér vel þær reglur sem gilda um keppnina og meðferð gagna.

 

Reglusafn FAI

Hægt er að hlaða niður reglum FAI af léninu fai.org (https://www.fai.org/igc-documents)

- Sporting code section 3 - Edition 2023a (í gildi frá 1. október 2023). Þaðan má hlaða niður fleiri skrám:

- Annex A to Section 3 – RULES FOR WORLD AND CONTINENTAL GLIDING CHAMPIONSHIPS (um framkvæmd stigagjafar í lands-, álfu- og heimsmeistarakeppnum)

- Alternative Scoring System

- Handicaps

- Annex B – Validation of Performances – Equipment & Procedures

- Annex C – Official Observer and Pilot Guide

- IGC-APPROVED FLIGHT RECORDERS (Kröfur um búnað sem notaður er við að mæla og skrásetja flug)

- IGC Position Recorders for Silver & Gold badge flights

Fannarsbikar SFÍ

Fannarsbikarinn gaf Þórður Hafliðason í minningu Fannars Sverrissonar, svifflugmanns. Bikarinn vinnur sá  svifflugmaður sem flýgur lengst út frá Sandskeiði að lágmarki 50 kílómetra. Stjórn Svifflugfélags Íslands veitir bikarinn, ekki þarf að sækja um hann því svifflugdeild Flugmálafélags Íslands veitir upplýsingar um lengstu flug.

Ekki eru gerðar jafn stífar kröfur og FAI reglur segja til um.

Ársmeistarar

Röð Ár Nafn Nr flugsk Félag
1 1966 Leifur Magnússon SFÍ
2 1967 Þórður Hafliðason SFÍ
3 1968 Gunnar Þorvaldsson SFA
4 1971 Sigmundur Andrésson SFÍ
5 1972 Sigmundur Andrésson SFÍ
6 1973 Haraldur Ásgeirsson SFA
7 1974 Sigmundur Andrésson SFÍ
8 1976 Sigmundur Andrésson SFÍ
9 1977 Stefán S.Sigurðsson SFÍ
10 1978 Sigmundur Andrésson SFÍ
11 1979 Bragi Snædal SFA
12 1980 Þorgeir L Árnason SFÍ
13 1981 Garðar Gíslason SFÍ
14 1983 Baldur Jónsson SFÍ
15 1984 Sigmundur Andrésson SFÍ
16 1985 Baldur Jónsson SFÍ
17 1986 Magnús Ingi Óskarsson 2359 SFÍ
18 1987 Gylfi Í Magnússon SFA
19 1988 Garðar Gíslason SFÍ
20 1989 Magnús Ingi Óskarsson 2359 SFÍ
21 1990 Magnús Ingi Óskarsson 2359 SFÍ
22 1991 Steinþór Skúlason 1812 SAS
23 1993 Magnús Ingi Óskarsson 2359 SFÍ
24 1994 Garðar Gíslason SFÍ
25 1995 Þórður Hafliðason SFÍ
26 1996 Þórður Hafliðason SFÍ
27 1998 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
28 2000 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
29 2001 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
30 2002 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
31 2003 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
32 2004 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
33 2005 Steingrímur R. Friðriksson SFÍ
34 2006 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
35 2007 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
36 2008 Baldur Jónsson SFÍ
37 2009 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
38 2010 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
39 2011 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
40 2012 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
41 2012 Ásgeir H. Bjarnason SFÍ
42 2017 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
42 2020 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
43 2023 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ

Fannarsbikarinn

Röð Ár Nafn Nr flugsk Félag
1 2000 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
2 2001 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
3 2002 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
4 2003 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
5 2004 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
6 2005 Steingrímur R. Friðriksson SFÍ
7 2006 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
8 2007 Ásgeir H. Bjarnason SFÍ
9 2008 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
10 2009 Steinþór Skúlason 1812 SFÍ
11 2010 Ásgeir H. Bjarnason SFÍ
12 2011 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
13 2012 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ
14 2013 Ásgeir H. Bjarnason SFÍ
15 2020 Daníel H. Stefánsson 4863 SFÍ