Gleymdu áhyggjunum og láttu sjá þig!

 

Um síðustu helgi hófum við móttöku í vetrargeymslu af krafti. Margir félagar hjálpuðu til og var neðsta skýlið nánast fyllt. Það er gott fyrir heilsuna að koma upp eftir um næstu helgi, taka til hendinni og hjálpa til.

Menn geta jafnvel gleymt Icesafe, afborgunum af körfulánum, gigt, pólitík og annarri óáran. Svo er líka hægt að fljúga ef veður leyfir. Jafnvel er möguleiki á að fá vöfflur. En við sáum í Noregi að þar eru það karlarnir sem baka vöfflurnar (þær voru bara ágætar með sultu). Því munum við leyfa vinum Noregs að prufa (ég er sérstaklega að hugsa um Helga Har). Það verður mikið að gera um helgina.

Sjáumst um hádegi á laugardaginn.

ÁSJ.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá síðustu helgi.

 Skúli og Sigurberg.

 

 Kalli, Sverrir, Kristjana, Stebbi og Stjáni.

 Farfuglar kveðja.

 Umhverfið gránar eins og við, ,,karlarnir".