Fundir á næstunni

Gott fólk!

Baldur J. Baldursson mun halda utan um fundi okkar þetta starfsárið, hann hefur nú þegar skipulagt óformlegan spjallfund eftir rúma viku og síðan öryggismálafund, þann 8. maí í sal D hjá ÍSÍ í Laugardal, kl. 20:00 (nánar auglýst síðar). Þannig að hér með hóar Svifflugfélag Íslands í hitting í Bragganum í Nauthólsvík, þann 27. apríl kl. 11:00. Afhverju Bragginn? Af því að einhver góður maður stakk upp á honum á aðalfundi, við gripum hugmyndina og prufum þetta. Gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og ekki galið að kanna hér hve mörg sæti við gætum þurft. https://www.bragginnbistro.is/her-erum-vid