Aðalfundarboð SFÍ 2021

Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 27. maí 2021. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum, í sölum D og E á þriðju hæð og hefst kl. 19:30.

 


Aðalfundarboð SFÍ 2021

Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 27. maí 2021.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum, í sölum D og E á þriðju hæð og hefst kl. 19:30.

Dagskrá skv. samþykktum félagsins sem sjá má á http://www.svifflug.com/ og segir:

1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.

2. Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári.

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda.

5. Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra.

6. Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman.

7. Tillögur teknar til meðferðar.

8. Önnur mál.

 

Aðalfundur ákveður inntökugjald og árgjald félagsins.

Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagar 16 ára og eldri sem ekki skulda félagsgjöld. Atkvæði eru óframseljanleg.

Kosningar skulu vera skriflegar, nema fundurinn samþykki annað.

 

Vakin er athygli á ákvæðinu sem segir:

„Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagar 16 ára og eldri sem ekki skulda félagsgjöld.“

Félagsgjöld í þessum skilningi eru öll gjöld til félagsins sem í samþykktunum eru nefnd inntökugjald, árgjald og fluggjöld. Félagsmenn eru hvattir til þess að gera upp hugsanlegar skuldir sínar. Atkvæðaseðlar verða afhentir skuldlausum félagsmönnum á fundinum.

--------------

Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins hefur verið kynnt og verður tekin fyrir undir 7. lið dagskrár:

Breyting á 3. grein:

16 ára breytist í 18 ára vegna lögræðisaldurs.

Breyting á 9. grein:

Núverandi málsgrein "Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagar 16 ára og eldri sem ekki skulda félagsgjöld."

Ný málsgrein "Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagar 16 ára og eldri sem eru skuldlausir við félagið."

Breyting á 22. grein:

Núverandi málsgrein: "Félagar er eigi hafa greitt árgjöld sín til félagsins í tvö ár eða lengur, skulu strikaðir af skrá þess, nema sérstakar gildar ástæður séu fyrir hendi, enda hafi verið skriflega innt um greiðslu."

Ný málsgrein: "Félagar er eigi hafa greitt að fullu skuldir sínar til félagsins í tvö ár eða lengur, skulu strikaðir af skrá þess, enda hafi verið skriflega innt um greiðslu."

Greinagerð: Í 20. gr. samþykkta félagsins er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að safna skuldum en þar segir "Fluggjöld skulu ákveðin af stjórn félagsins og skulu staðgreidd."
Í framkvæmdinni hefur viðgengist að flug væru ekki staðgreidd sem hefur í sumum tilfellum leitt til óhóflegar skuldasöfnunar og afskrifta. Stemma þarf stigu við þessu enda ljóst að ef einn félagsmaður greiðir ekki skuldir sínar þá er hann í raun að fljúga á kostnað annarra sem er ekki sanngjarnt og mismunar félagsmönnum.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins.

 

Fyrir hönd stjórnar,

Steinþór Skúlason, ritari