Gullmerki afhent í fyrsta sinn

 

 

Stjórnin tók upp þá nýjung að afhenda svokallað gullmerki og var því úthlutað í fyrsta sinn á 75 ára afmælinu. Það er hugsað til að heiðra þá sem hafa unnið langt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Þeir sem það hlutu voru Þórmundur Sigubjarnason, sem hlaut gullmerki nr. 1, Sverrir Thorláksson nr. 2 og Þorgeir Pálsson nr. 3. Að ofan er mynd af þeim sem hlutu gullmerkið.

Gullmerkið var hannað af Baldri J. Baldurssyni félaga í SFÍ. 

- Ída