Aðalfundarboð SFÍ 2022

Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 7. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum, í sal E á þriðju hæð, og hefst kl. 20:00.

Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 7. apríl 2022.


Fundurinn verður haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum, í sal E á þriðju hæð, og hefst kl. 20:00.

Dagskrá skv. samþykktum félagsins sem sjá má á http://www.svifflug.com/ og segir: 

1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
2. Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. 
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 
4. Kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda. 
5. Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra. 
6. Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman. 
7. Tillögur teknar til meðferðar. (Undir þessum lið er tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins)
8. Önnur mál. Óskað verður samþykkis fundarins um að fundargerð síðasta aðalfundar skv. 1. gr. verði ekki lesin upp en hún fylgir fundarboðinu.

Úr stjórn ganga Ásgeir, Kristján og Steinþór. Þeir gefa allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.

Daníel Snorrason gefur kost á sér í starf formanns félagsins. 

Öðrum er frjálst að gefa kost á sér í samræmi við samþykktir félagsins. 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins. 

Fyrir hönd stjórnar, 
Steinþór Skúlason, varaformaðurHér kemur tillaga stjórnar að breytingum á samþykktum. Þar á eftir kemur fundargerð aðalfundar 2021Tillaga stjórnar að breytingum á samþykktum SFÍ lögð fram á aðalfundi 2022
 
Tillaga er um að eftirfarandi greinar í samþykktum félagsins breytist skv. neðangreint. Til að breytingarnar öðlist gildi þarf samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi. 

3. grein 

Félagar geta orðið allir áhugamenn um svifflug sem lokið hafa einflugsprófi. Umsækendur yngri 18 ára skulu leggja fram skriflegt samþykki foreldra eða foráðamanna. 

Félagar geta hvenær sem er gerst ævifélagar, með því að greiða í eitt skipti fyrir öll upphæð, sem svarar til 10 ára árgjalds eins og það er á hverjum tíma, (sbr. 9. grein). 

Umsækjandi, sem er skuldlaus við félagið, telst félagi, eftir að aðalfundur samþykkir inntöku hans og hann hefur greitt árgjald. 

Skýring: Bætt er við að fyrst þurfi að ljúka einflugsprófi (soloprófi) áður en hægt er að verða félagi. 

 Vegna hækkunar á sjálfræðisaldri eru aldursmörk hækkuð úr 16 í 18 ár. Félagsgjöld í síðustu mgr er breytt í árgjald og jafnframt bætt við því skilyrði fyrir aðild að umsækjendur séu skuldlausir. 

6. grein 
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. 
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok apríl ár hvert, og skal til hans boðað með a.m.k. viku fyrirvara. 
Skýring: ..“fyrir lok apríl“ kemur í stað febrúar. 

9. grein

 Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin til meðferðar: 

1. Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. 

2. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 

3. Kosning formanns, meðstjórnenda og skoðunarmanna. 

4. Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra. 

5. Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman. 

6. Tillögur teknar til meðferðar. 

7. Ákvörðun inntökugjalds og árgjalds félagsins. 

8. Önnur mál. 

Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagar 16 ára og eldri sem ekki skulda árgjöld.

Atkvæði eru óframseljanleg. 

Kosningar skulu vera skriflegar, nema fundurinn samþykki annað. 

Skýring: Felldur er út liður 1 í gildandi samþykktum um að lesa skuli aðalfundargerð síðasta aðalfundar en þess í stað kemur liður um skýrslu stjórnar. Endurskoðenda er breytt í skoðunarmanna í 3. Lið. 

Skilyrði kosningaréttar og kjörgengis er að félagar skuldi ekki árgjöld. Er “félagsgjöld” í gildandi samþykktum. Jafnframt fellt úr orðalag um 16 ára aldur. 

10. grein 

Á aðalfundi þarf einfaldan meirihluta til samþykktar mála. 

Til samþykktar breytinga á lögum félagsins þarf þó 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins skulu berast stjórn félagsins þrem vikum fyrir aðalfund.

Halda skal fundargerð um það sem gerist á fundinum og skal hún undirritaðuð af fundarstjóra, ritara og formanni. Fundargerðin skal send fundarmönnum eða birt á heimasíðu félagsins innan tveggja vikna frá fundi. Fundarmenn hafa tvær vikur til að gera athugasemdir við hana.

Skýring: Fundargerðabók er breytt í fundargerð og bætt við að fundargerðin skulu birt innan tveggja vikna frá fundi og gefnar tvær vikur til athugasemda. 

13. grein 

Formaður ásamt þremur meðstjórnendum skuldbinda félagið með undirskriftum sínum, nema til sölu eða veðsetningar á eignum félagsins. 

Til veðsetningar eða sölu á eignum félagsins þarf annað tveggja: 

A. Samþykki allra stjórnarmanna 

eða 

B. Undirskrift formanns og þriggja meðstjórnenda ásamt samþykkis 2/3 hluta félaga á löglega boðuðum félagsfundi þar sem heimild til veðsetningar eða sölu er tilgreind í fundarboði. 

Sala á flugvélum og fasteignum félagsins er þó aðeins heimil að undangenginni kynningu á almennum félagsfundi. 

Skýring: Hér er gerð breyting til að munur sé á því hvort verið sé að selja hluti sem hafa lítið virði eða grundvallareignir eins og flugvélar og fasteignir. 

19. grein 

Reikningsárið er almanaksárið. 

Til að endurskoða bókhald félagsins skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn til eins árs í senn. Ársreikningurinn skal fenginn skoðunarmönnum í hendur a.m.k viku fyrir aðalfund. 

Skýring: Þeir sem skoða reikninga félagsins eru skoðunarmenn en ekki endurskoðendur sem er löggilt starfsheiti. 

22. grein 

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og send félagsstjórn. Úrsögn fær gildi einum mánuði eftir að hún barst stjórninni. Félagar er eigi hafa greitt árgjöld sín til félagsins í tvö ár eða lengur, skulu strikaðir af skrá þess, nema sérstakar gildar ástæður séu fyrir hendi, enda hafi verið skriflega innt um greiðslu. 

Stjórnin getur vikið félaga úr félaginu, en ákvörðun hennar er heimilt að áfrýja til næsta aðalfundar. 

Skýring: Lagfæring á orðalagi, “hennar” kemur í stað “þeirra”Fundargerð Aðalfundar SFÍ 2021 

Aðalfundur Svifflugfélags Íslands (SFÍ) var haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum 27. Maí 2021 kl. 19:30. 

Fundurinn var settur af formanni félagsins. Steinþór Skúlson var kosinn fundarstjóri og Matthías Sveinbjörnsson fundarritari. 

1. Fundargerð síðasta aðalfundar var ekki lesin en samþykkt af fundinum. 

2. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar. 

3. Að henni lokinni fór Friðjón Bjarnason yfir reikninga félagsins og vakti athygli á niðurfærslu krafna SFÍ á Flugföng. 

Þá var opið á umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins

 ? Kristján Sveinbjörnsson (KS) gaf góða endurgjöf á skýrslu stjórnar. Fór yfir aðstöðu félagsins í Skerjafirði og rekstur Flugfanga. KS baðst jafnframt undan innheimtubréfum frá félaginu. 
? Hólmgeir Guðmundsson fór nánar yfir rekstur Flugfanga og upplýsti fundinn um samskipti við borgina varðandi Skerjafjörð.
 ? Árni S. Jóhansson (ÁSJ) kallaði eftir framtíðarsýn og ræddi umhverfismál. ÁSJ fór nánar yfir skipulagsmál í Kópavogi og afskriftir á svifflugum 

Reikningar félagsins voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. 

4. Undir liðnum kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda voru niðurstöðurnar eftirtaldar: 

a. Þórhildur Ída Þórarinsdóttir var endurkjörin formaður félagsins. 
b. Í framboði til meðstjórnenda voru: 
i. Baldur J. Baldursson 
ii. Benedikt Ragnarsson 
iii. Daníel Snorrason 
iv. Eyjólfur Guðmundsson 
v. Friðjón Bjarnason 
vi. Jón Hörður Jónsson 
vii. Pálmi Franken 

Talningarmenn við kosningu voru Sigmundur M. Andrésson og Jón Atli Ólafsson. 
Niðurstaða kosninga fundarins voru þær að Jón Hörður Jónsson, Pálmi Franken og Daníel Snorrason voru kosnir meðstjórnendur. 

5. Eftirtaldir félagar voru samþykktir í félagið: 
a. Ernir Arnarson 
b. Matthías Sveinbjörnsson 
c. Smári McCarthy 
d. Star Simpson 
e. Sveinbjörn Darri Matthíasson 

6. Fundurinn samþykkti að fela stjórn félagsins að velja fulltrúa á þing FMÍ. 

7. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins var lögð fram og rædd töluvert. Að endingu dró stjórn félagsins tillöguna til baka. 

8. Undir liðnum önnum mál var rætt um fækkun stjórnarmanna og samþykkt að hækka árgjald félagsins í 20.000 en eldri en 67 ára greiða 10.000. 

Fundinum var slitið 21:33. 

Matthías Sveinbjörnsson fundarritari