Nýr yfirkennari

Skúli A. Sigurðarson hefur óskað eftir að hætta sem yfirkennari Svifflugfélags Íslands af persónulegum ástæðum en hann mun halda áfram að kenna hjá félaginu. Við þökkum Skúla fyrir farsælt og óeigingjarnt framlag hans um árabil og óskum honum góðs gengis í öðrum verkefnum.

Við stöðu yfirkennara tekur Daníel H. Stefánsson. Við óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Stjórn Svifflugfélags Íslands