Félagsfundur Svifflugfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 10. 
febrúar kl. 20:00 á nýjum stað í Hvítahúsinu í Skerjafirði, sjá 
meðfylgjandi mynd.
• Sýndar verða myndir frá síðasta sumri og sitthvað fleira.
Það styttist í sumarið og margt þarf að gera svo allt verði klárt 
fyrir vorið. Verið er að vinna í viðgerðum á nokkrum tækjum 
félagsins. Dráttarflugvélin okkar TF-TUG er í ársskoðun. Bóklegt 
námskeið fyrir nemendur fer að hefjast. Húsnæðismálin eru í endalausu 
þrefi. Heimasíðan er í endurskoðun.
Minnum á aðalfund félagsins sem verður haldinn kl. 14.00 laugardaginn 
21. febrúar í Íþróttamiðstöð Álftaness.
Sjáumst sem flest á félagsfundinum
Kaffi og með því að venju.
kveðja,
formaður
  
 
 
 
    
    
