Matthías Matthíasson

 

Á félagsfundi, 15. mars síðastliðinn, flutti Matti Matt (Matthías Matthíasson) erindi frá sínum upphafsárum í Svifflugfélaginu.  Margt af þeirri upprifjun var verulega áhugavert og væri athugandi að sækjast eftir því í rituðu máli. Til dæmis upphaf og endir flugskýlisins í Vatnagörðum sem Svifflugfélagið fékk afhent til eignar, með því að sjá um niðurrif og flutning á skýlinu. Var það að mestu leyti að frumkvæði Matta. Skýlinu var komið fyrir á Reykjavíkurflugvelli, en seinna gefið vestur á Firði nánar tiltekið að Hnjóti við Patreksfjörð. Líklega af Pétri Einarssyni, þáverandi flugmálastjóra. Þannig mætti lengi halda áfram, en nóg að sinni.

Kveðja, Baldur Jónsson