Geitamelur

Stefnt er á svifflugsútilegu á Geitamel yfir helgina og fram í næstu viku. Baldur Jónsson, staðahaldari á Geitamel, sem ætíð hefur boðið félaga SFÍ hjartanlega velkomna, er að slá brautir, ef það er þá ekki búið þegar þetta er skrifað. Við vonumst til að sjá sem flesta og nýliðar SFÍ eru velkomnir. Vinsamlegast gangið vel um svæðið.

SFÍ stefnir jafnframt á að halda uppi svifflugi á Sandskeiði sömu daga fyrir þá sem komast ekki austur. 

Við minnum á hátíðina "Allt sem flýgur" frá 12.-14. júlí á Hellu og við hvetjum félaga SFÍ að vera sýnilega þar og gera sitt besta til að kynna svifflug.
Formaður