Félagsfundur SFÍ 26. nóvember kl. 20:00

Félagsfundur SFÍ verður haldinn n.k. þriðjudag, 26. nóvember, kl. 20:00 til 22:00 í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardal, í fundarsal D á 2. hæð (http://isi.is/um-isi/ithrottamidstodin-i-laugardal/fundarsalir/)http://isi.is/um-isi/ithrottamidstodin-i-laugardal/fundarsalir/)

Dagskrá:

1. Baldur Sveinsson mun kynna nýja bók sína „Flugvélar 2013“ auk þess að fjalla um ljósmyndun flugvéla í lofti og á jörðu.

2. Friðþór Eydal mun fjalla um Sandskeið og nágrenni á árum seinni heimsstyrjaldar í máli og myndum.

Kaffihlé

3. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, flugmaður og félagi í SFÍ, mun fjalla um fjallabylgjur, fjallabylgjuspár og flugatvik í því sambandi.

4. Félagsmál. Frásögn og umræður um það helsta sem í gangi hefur verið hjá félaginu, s.s. húsnæðismál/kennslustofur, staða kærumálanna, möguleg kaup á svifflugu o.fl.

Mikilvægt er að gestir mæti tímanlega.