Rólegt í desember

 

Af verkstæðinu í Skerjafirði er allt fínt að frétta.  Viðgerð er hafin á TF-TUG og efnispöntun væntanlega langt komin. Unnið er að því að bæta aðstöðuna.

Fyrir þá sem eru á kafi í jólaamstrinu er gott að taka sér smá hvíld, fara í gönguferð um bæinn og síðan til að hvíla lúin bein er gráupplagt að setjast niður á einhverju kaffihúsanna.  Á Skólavörðustíg var síðast þegar ég vissi banki en þar er nú bókabúð með kaffibar og fínt að fletta blöðum eða bókum og fá sér tíu dropa. Þar má skoða bókina Flugvélar 2009, sem Baldur Sveinsson hefur gefið út og glugga í desemberhefti Today´s Pilot, þar sem fjallað eru um Pipistrel Taurus, tveggja sæta mótorsvifflugu, fislétta sem greinarhöfundur segir ,,impressive“ . Hvað hann meinar nákvæmlega er ekki gott að segja, (tignarleg, tilkomumikil ...) hjómar vel og gerir mann forvitinn um gripinn.

Þorláksmessu ber í ár upp á miðvikudag en þá er ekki víst að okkur staður sé opinn. Kannaði með Múlakaffi þar sem í fyrra ríkti mikil stemming, leikið á harmóniku og þétt setið. Þar kostar máltíðin tæpar 3.000; skata, grautur og kaffi. Hafa menn áhuga á að hittast eða er dagurinn þéttskipaður?

Ritstjóri