Heimsókn norður fellur niður

Af fésbókarsíðu Svifflugfélags Akureyrar má lesa eftirfarandi frá Sigtryggi Sigtryggssyni.

Heimsókn sunnanmanna fellur niður núna í haust þar sem við höfum verið óheppin með veður og þeir eru eðlilega byrjaðir á fullu að undirbúa skýlismóttöku.
Ég legg því til að við förum inn á Melgerðismela á laugardaginn með Dímónuna stífbónaða og fína og gerum eitthvað skemmtilegt, hver er með?

Þannig að ef þú ætlar norður um helgina, þá er sjálfsagt að kíkja inn á Melgerðismela, annars er það Sandskeið í öllu sínu veldi þar sem tekið er á móti í vetrargeymslu.

Kveðja, Ída