Svifflugsvika í Noregi!

Ég veit að fyrirvarinn er stuttur en það var að losna eitt pláss á Junior-viku í Elverum.

Við erum ekki komin með upplýsingar um hve margir mæta, hugsanlega 10-15 þátttakendur. Alexander Daníelsson hefur hugsað sér að fara og við auglýsum laust fyrir einn þátttakanda til viðbótar. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 13-26 ára og vera svifflugsnemi eða kominn með skírteini. Búið verður í tveggja manna herbergjum, borðað í svifflugsmiðstöðinni (morgun, hádegis- og kvöldmatur) og flogið, allt frítt. Ef veður leyfir verður flogið daglega.

Íslenskir þátttakendur þurfa að greiða flugfar sjálfir en SFÍ styrkir viðkomandi um 50.000 kr. Æskilegt er að íslensku þátttakendurnir ferðist sama dag (með sama flugi) og miðað við að ferðast út 1. ágúst og heim þann 8. en viðkomandi verða sóttir á Gardemoen flugvöll og skutlað þangað fyrir brottför.

Notkun áfengis/vímuefna er bönnuð, sem á við bæði kennara og þátttakendur.

Á lokuðu síðu SFÍ má sjá nokkrar myndir frá Elverum. Ef þið viljið forvitnast um aðstæður og aðbúnað þá má nefna að þó nokkrir félagar okkar hafa flogið þarna, til dæmis Ásgeir, Steinþór og Daníel H. Stefánss.

Áhugasamir hafi samband við Ídu fyrir mánudaginn 20. júlí í síma 864 7452.