Einstaklega góður árangur

 

Í gær, miðvikudag 22. júní, náðist einstaklega góður árangur í svifflugi er þremur svifflugmönnum tókst að fljúga 308 km fyrirfram ákveðna leið í hitauppstreymi.

Á Íslandi hefur aldrei áður fleiri en einum tekist að ljúka slíku verkefni sama daginn. 300 km flug með fjórum leggjum er verkefni sem er krafist fyrir Gull C, sem er ein af þeim viðurkenningum sem svifflugmenn stefna að.

Flogið var frá Sandskeiði norður fyrir Gullfoss. Þaðan niður í Grímsnes og svo aftur upp að Bláfelli á Kili og að lokum til Sandskeiðs aftur. Flughæð var yfirleitt frá eitt til tvö þúsund metrum og flughraði 100 – 200 km/klst.

Þessir flugmenn taka allir þátt í Íslandsmeistaramótinu í svifflugi sem verður í byrjun júlí á Hellu.

 Daníel H. Stefánsson, Ásgeir H. Bjarnason og Steinþór Skúlason.