Félagsfundurinn

Félagsfundurinn vel sóttur, helstu umfjöllunar efni voru .
Kristján form sagði frá hægagangi varðandi AFIS þjónustu á Sandskeiði.
Það virðist þurfa ýmiskonar rekstarleyfi og starfsleyfi, svo líklega verður ekkert eða lítið í sumar varðandi AFIS á Sandskeiði .

Form skýrði frá að nýlega keypt sviffluga LS 8-18 væri á leiðinn til landsins. Svifflugan er með ýmist 15m eða 18m vænghaf allt að geðþótta flugmanns og með rennigildi 1/45 eða 1/48 eftir því hvor vænglengdin er notuð.

Skúli yfirkennari fór yfir hvar geyma á bíla og hvaða leið skuli keyra til að fara á suðurenda norðurbrautar og til að komast á austurenda.
Vírus væri til að þjóna vírnum þegar spilið væri í notkun, engu öðru, hann væri slíkur bensínhákur.
Mjallhvít og Dimmalim væru bílarnir sem væru fyrir snatt.
Dvergtraktorinn væri líka á staðnum til nota, sem honum hentaði.
Var þetta allt saman skýrt með myndum og þótti takast vel.

Árni gjaldkeri kynnti nýja gjaldskrá fyrir 2008 engin mótmæli voru þrátt fyrir ýmsar hækkanir sem orsakast beint eða óbeint af hækkuðu verði á flugvélabensíni. Verður gjaldskráin auglýst bráðlega eftir smávægilegar snyrtingar á uppsetningu.

Fundinn ávarpaði Sigurleifur flugumferðastjóri, hann fjallaði um samskipti við flugstjórn í Keflavík, sem til margra ára hafa verið mjög góð. En síðastliðið sumar brá svo við að þau slöppuðust dálítið, svifflugmenn fóru að slá slöku við að tilkynna sig í 3000 fetum og þar með vantaði flugstjórn upplýsingar hvað misdaufu merki væru á radarskjá hjá þeim. Það er bráðnauðsynlegt að tilkynna í 3000 fetum til þeirra og upplýsa um stefnu frá þeim og fjarlægð. Var góður rómur gerður að máli Sigurleifs.

Steinþór fór yfir öryggis þætti og umgengni um svifflugur.
Var erindi hans nákvæmt og gott eins og hans er von og vísa..
Var síðan notið veitinga og var almennt spjall ásamt bjartsýni á komandi sumri varðandi svifflug.
Þ.I.