Gott veður

 

Á Sandskeiði er veður samkvæmt pöntun þessa dagana. Menn fljúga út um „öll loft” og eru ánægðir með lífið. Um síðustu helgi komu sex útlendingar og fóru nokkur flug hver. Ásgeir Bjarnason flaug listflug með sína farþega, eins og honum er einum lagið. Eins flugu þeir feðgar Stefán og Daníel með erlenda gesti. Flogið var með borða að Bláa lóninu fyrir einhvern mætan mann og hefur eflaust verið óvænt að vera óskað þannig til hamingju með afmælið. Hvort einhver hrökk í kút fylgir ekki sögunni. Annars er það helst að frétta að menn hafa flogið löng flug síðustu daga, sem og í dag og ef til vill náð einhverjum merkum áföngum. Meir um það seinna.

 

Ef þið eruð ekki byrjuð að fljúga þá er tækifærið núna.

Kveðja,

ritstj.