Vikan 11. til 16. ágúst

Síðasta vika var róleg, ekkert um útflug eða löng flug.
Í vikunni voru farin þrjátíu og fimm kennsluflug á  C-ið.
Fimmtán flug á S-ið  þar sem oftast voru notuð bæði sætin,  ýmist í kennslu eða kunningjaflugi.   L-ið var notað sjö sinnum með breytilegum flugtíma, allt að tæpum tveimur tímum.  X-ið var á lofti fimm sinnum, allt frekar stutt flug.
Það er vonandi að LS 8-18 verði með mikla notkun í haust þegar bylgjur fara að sjást oftar. Bylgjuflug notuð til að skila inn áföngum í ,,Silfri" og ,,Gulli", jafnvel ,,Demantaáföngum" í hæð og vegalengdum.

Þ.I.