Vikan 18. - 25. júlí

18. júlí. C-ið í fjögur kennsluflug, 2+30 mín og 2+1:15. S-ið fór í 3 flug svipuð. Á whisky-kassa fóru Steinþór og Ásgeir í rétt rúma fjóra tíma, voru með plan sem gekk ekki upp þennan daginn. X-ið með Daniel H.Stefánsson. Planaði 300 km margleggja flug og kláraði það á fimm og hálfum tíma. Þetta er gullvegalengd og hefur hann nú þegar sent til Svifflugdeildar FmÍ gögn varðandi þetta, með ósk um viðurkenningu á gull-C.

19. júlí. C-ið í sjö kennsluflug stutt, það sama var með þrjú flug hjá S-inu.

X-ið flaug tvisvar í 3:36 tíma. Orri fór á SDF og var í 1:15 mín. Á SWK fór Steinþór í 1:40 mín. SKG fór í loftið með Tedda sem hitti ekki í uppstreymið og lenti úti.

20. júlí. C-ið með fimm kennsluflug og S-ið með tvö.

21. júlí. C-ið með sex kennsluflug og S-ið með eitt flug í 1:26 og X-ið með 1:20.

22. júlí. Benni Ragnars var með Hólmgeir í kennslu á TF-SAA, annað var það ekki.

24. júlí. Var næsti flugdagur. Helgi Har. hafði samband að utan, hann hafði boðið þremur Dönum í svifflug. Tekið var vel á móti gestum Helga og fengu þeir allir sitt flugið hver á TF-SAC. Því til viðbótar var farið eitt kennsluflug. Steini Tótu kom með brauðrúllutertur vegna sóló sem hann tók í svifflugi fyrir skömmu. Var kræsingum hans gerð mjög góð skil. Hafi hann bestu þakkir fyrir og fylgir mynd.

25. júlí. Ekkert flug en Árni S.Jóhanns gjaldk. og Stebbi Sig. voru við að fjarlægja grasgarða af flugbrautum.

Þ.I

Sólóveisla Steina Tótu.

 

Daníel