Líttu við!

 

Búið er að taka klæðningu af vængjum TF-TUG. Framundan er þó nokkur vinna við að klæða vængina að nýju með tilheyrandi stússi. Húsnæði í Skerjafirði hefur verið lagfært og þar tekið til. Verið er að koma upp vistlegri setustofu. Þar vantar eldhúsinnréttingu, 3 ein. eða 1,5 m. Pláss er fyrir vask og vöfflujárn ef menn eru að taka til hjá sér! Eigi menn notað Chesterfield þá má sömuleiðis koma með það :-). Önnur verkefni eru t.d. ,,2 fyrir 1", þar sem sameina á póskan og tékkneskan traktor í einn De Lux. Skoðun á Dimonu og spili fylgja ýmis verk og margt sem þarf að vinna þar að lútandi.

Það styttist í aðalfund og vorið, þangað til eru menn velkomnir í Skerjafjörðinn í kaffi.