Fréttir af flugi og fleiru 28. júní 2012

Ágætu félagar.

Undirritaður átti að vera startstjóri 18. til 24. júní en tókst að láta það fara fram hjá sér þannig að Þórir og Árni sáu um þau mál. Undirritaður var startstjóri 26. júní en sá dagur reyndist vera stærsti flugdagur sem af er sumri. Flogin voru 16 flug, þar af 7 gesta- og kynnisflug. Flest voru flugin yfir 30 mínútur og það lengsta átti Sverrir á TF-SAX 3 tíma og 11 mínútur. 23. júní fóru Steinþór og Daníel í yfirlandsflug en undirrituðum hefur ekki borist fréttir af neinum stórafrekum í þeim. 

Fáeinar örfréttir:
Liðsskipan sumarsins er komin á vefinn, hún er á valmyndinni vinstra megin.
Það hefur borið á því að veðurstöðin hætti að uppfæra vefsíðuna. Ekki færri en 3 tölvumenn skoðuðu málið og leystu það með því að endurræsa allt sem tengist veðurstöðinni. Ef þetta kemur upp aftur má slökkva á veðurstöðvartækjunum (3 tæki) í Harðarskála og kveikja á þeim aftur.
Flug og viðskiptafærslur (greiðslur) hafa verið uppfærð á vefnum til og með 26. júní. Dag- og félagssgjöld hafa ekki enn verið færð.

Með svifflugkveðju,
Friðjón.

PS:
Daníel sendi eftirfarandi:
Mjög einföld og þægileg síða til að hlaða inn flugunum sínum inn sem IGC sem aðrir geta einnig sótt:
Fyrir neðan er önnur síða stærri sem er líka keppni / Online Contest OLC sem er mjög vinsæl á meðal svifflugmanna erlendis: