Vikan 20. - 26. júlí

Hvílík vika á Sandskeiði. Thermic, bylgjur, hang, útilendingar og allur pakkinn.

Mánudag tóku menn snemma og byrjuðu um hádegi. Formaður og gjaldkeri flugu Duo Discus í rúma 5 tíma. Þeir stigu frá borði keikir og langstígir snemma kvölds. Mikið ósköp gátu mennirnir migið.

Á þriðjudagskvöld var ágætt veður til flugs og alls 17 stört, þar af 13 í spildrætti Helga Har.

Á miðvikudag var dagurinn tekinn snemma. Steinþór Skúlason kom um hádegi og flaug SAS (ekki SÍS) í rúma 5 tíma. Áskeir H. Bjarnason og Daníel Snorra bættu um betur og voru tæpa 6 tíma á lofti á SWK. Daníel Stefánsson lenti Spóanum á Nesjavöllum.

Á fimmtudagskvöld var nokkuð hvasst af norði og ágætis hang. Helgi Har dró 12 spiltog af 14 og Snæbjörn, Kristján og Benni sáu um kennsluna.

Á föstudag var hið besta veður, mikið flogið og lengi.

Á laugardag var bjart að morgni og byrjuðu sumir snemma. Stefán Sig og Eggert Norðdahl fóru í loftið upp úr kl. 11. Upp úr hádegi brá veðri og gerði skúr, sem kom úr austri og færðist vestur yfir. Biðu menn af sér veðrið og hófu flug að nýju upp úr kl. 2 og allt í flugtogi. Stefán lenti á Tungubökkum kl. 12.30 og Eggert á heiðinni við Nesjavallaveg eftir rúméga fjögur tíma tíma flug. Lending tókst giftursamlega á litlum bletti í dalverpi og heitir þar nú Norðdalur.

Á sunnudag bældi og var ekki flogið.

Eftir vikuna var kveðið.

Afrekur á Spóa fló.
Hann lenti út í berjamó.
Síðar hann pabbann upp dró,
en drottinn yfir regni spjó.
Karlinn lenti í Mósó.

Með kveðju,
Hallgrímur Ólafsson