Vikan 13. - 19. ágúst

Kennt var alla daga, nema sunnudag þegar viðraði ekki. Lengstu flug stóðu aðeins yfir í þrjá til fjóra tíma en menn náðu góðri hæð. Ásgeir og Eggert á TF-SAS svifu í ein 11.000 fet yfir Hofsjökuli og víðar og lentu með bros á vör. Steinþór Skúlason fór hærra eða upp í 25.000 fet og hefur sjálfsagt heilsað Fokkerflugmönnum á leiðinni. Spurning hvort menn séu að sækjast eftir demanti með þessum himinháum hæðum.

Þrátt fyrir að eiga fremur lítið og lasið grill, glóðarsteiktu gjaldkeri og formaður með stæl á föstudeginum. Margir hjálpuðust að og heppnaðist vel. Tómas bauð í útsýnisferð eftir skeiðinu sama kvöld í sínum eðalvagni. Útlistaði hann framlengingu brautarinnar til austurs, sem hann hefur lagt talsverða vinnu í og er að taka á sig lokamynd. Snæbjörn líkti ferðinni við ákveðna rútuferð úr myndinni Gaukshreiðrið. Höfðu menn gaman af og er þá hugsanlega komið nafn á turninn. Þeir sem misstu af Laxdælu snarað á vesturheimsku; Salmon Pump Story og fleirum gullkornum verða bara að mæta að ári.

Startstjóri vikunnar


P.S. Bestu þakkir til þeirra sem studdu félag sonar míns, það vann 3 brons og nældi sér í 10 Íslandsmet á heimsmeistarmóti í Belgíu nú á dögunum.

 
 
Gengið í ,,duo” (frá Hekla Open).