Thoroddsen bikarinn á Sandskeiði

Á morgun verður keppt um Thoroddsen bikarinn í lendingakeppni og hefst keppnin kl. 13:00. Listflug verður o.fl. Keppnin er til minningar um Atla heitinn Thoroddsen sem lést í fyrra langt um aldur fram og mun viðburðurinn hugsaður sem árleg keppni.

Ættingjar og vinir Atla heitins eru boðnir velkomnir til að minnast góðs vinar.

Keppni var aflýst þann 14. ágúst vegna veðurs. Stefnt er að halda keppnina laugardaginn 21. ágúst og áætlað að hún hefjist kl. 13.00.