Norrænt svifflugsþing

 

Þessa helgi hefur staðið yfir norrænt svifflugsþing í Reykjvík. Er mál manna að vel hafi til tekist og ríkti almenn ánægja með þingið.
Á föstudeginum svifu gestirnir í hangi við Bláfjöll, þrátt fyrir skilyrði sem teljast ekkert sérstök. Öllum tókst að halda sér á lofti og voru menn ánægðir með flugin. ISAVIA tók síðan vel á móti hópnum og kynnti íslenskt flugstjórnarumhverfi.
25 gestir sátu þingið sem var haldið á Hótel Loftleiðum. Margt var rætt, svo sem nýliðun, kennsluleyfi, talstöðvar og fleira. Það er ýmsilegt sem brennur á mönnum og þýðingarmikið að skiptast á hugmyndum og lausnum.
Myndirnar eru teknar á Sandskeiði á föstudaginn, þegar gestir þeir er sátu norræna þingið komu uppeftir. Önnur er fyrir flug en hin eftir flug.Ef þið hafið athugasemdir þá er Jens nokkur, ritstjóri nýs og veglegs svifflugsblaðs, ábyrgur fyrir þessum fína danska húmor.
Kveðja,
Ída