Viltu heita á mig?

Svo er mál með vexti að undirrituð ætlar að skokka 10 km í maraþoni Glitnis 18. ágúst næstkomandi. Þetta er frekar af þörf en þreki því Glitnir ætlar að styrkja mig um 500 krónur á hvern km sem ég kemst!

Það er auðvitað forsaga að þessu, því Kristín Björg Konráðsdóttir vinkona mín hleypur 10 km eins og að drekka vatn og styrkir íþróttafélagið Fjörð, sem er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði og nágrenni. Ég er nú svolítið tengd því, satt best að segja og ákvað að sniglast það sem hún hleypur á ljóshraða.

Þess vegna datt mér í hug að biðja vini og kunningja, sem eiga digra sjóði undir koddanum að heita á mig. Fyrir þá sem taka vel í þessa beiðni mína er leiðin þessi:
• Farðu á http://www.marathon.is
• Smelltu á: ,,heita á hlaupara”.
• Settu inn: Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, kt. 291262-5709.
• Veldu: Íþróttafélagið Fjörð (rúllaðu niður listann).
• Síðan er leiðbeiningar þarna um framhaldið.

Peningurinn rennur beint til Fjarðar, þar sem eru félagar á öllum aldri, líkamlega og andlega fatlaðir. Sundlið Fjarðar á mýmörg Íslandsmet og hampar sömuleiðis fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum. Um þessar mundir eru 6 sundmenn landsliðsmenn, bæði í A-liðinu og unglingaliðinu. Sjá http://www.heimsnet.is/fjordur/

Með von um góðar undirtektir.

Kveðja, Þórhildur Ída.