Svifflugfélag Akureyrar – Aðalfundur og opið hús

 

Kæru félagar og flugáhugamenn.

Næsta föstudag 15 júní á milli klukkan 18-20 verður haldinn aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar í Skýli 13 á Akureyrarflugvelli. Helstu mál á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem við munum ræða um starfsaðferðir og notkun á nýju mótorsvifflugu félagsins Super Dimona.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið eru hvattir til að mæta á fundinn eða sækja um formlega fyrir fund.

Boðið verður upp á Pizzu og gos á fundinum.

 

Eftir aðalfund félagsins klukkan 20 munum við skipta um gír og bjóðum alla flugáhugamenn að koma og halda upp á það með okkur að nýr kafli er að hefjast í 75 ára sögu SFA með glæsilegu nýju vélinni okkar PH-1101

Super Dimona verður til sýnis og hægt að bóka eða jafnvel skreppa stutt prufuflug.

Athugið að bæði flugmenn með svifflugskirteini og vélflugskirteini geta flogið vélinni og hafa vélflugmenn fyrir sunnan nýtt sér þann kost í mörg ár hjá félögum okkar í Svifflugfélagi Íslands.

Bjór verður seldur á kostnaðaverði svo menn geti skálað fyrir nýju vélinni.

Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.svifflug.is og einnig facebook síðu félagsins (leitið að Svifflugfélag Akureyrar)

Félagssíminn er einnig opinn 821-1331