Öryggismál o.fl.

Mjög góð mæting var á félagsfund í gærkvöldi og þurftu sumir félagar að láta sig hafa það að standa. Úr því verður leyst og bætt við stólum hið fyrsta. Formaður fór stuttlega yfir stöðuna. Yfirkennari tók við og afhenti skírteini fyrir bóklegt  nám. Hann þakkaði sérstaklega kennurum og hrósaði nemendum sem höfðu staðið sig vel. Hann talaði um öryggismál og þá sérstaklega öryggi við spiltog en Bretar hafa gert gangskör í að fækka slysum þar sem spil hefur komið við sögu og náð góðum árangri.

Við höfum verið blessunarlega laus við slys á spili síðustu ár en þrátt fyrir það er rík ástæða til að lesa yfir efnið sem Skúli benti á: http://www.gliding.co.uk/bgainfo/safety/safewinchlaunching.htm

Gjaldskrá fékk örstutta umræðu. Hún verður birt hér á síðunni fljótlega.

CAMO skoðun á vélum SFÍ ratar enn á ný í blöðin en hér er greint frá komu Helge Hald http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/05/28/dani_skodar_svifflugurnar/