Skýrsla startstjóra fyrir vikuna 21. - 27. júlí

 

 


Það rættist loks úr langvarandi óhagstæðu veðurfari í vikunni sem leið og fremur létt yfir mannskapnum. Ekki fór þó alltaf saman „gott veður“ og „gott svifflugveður“ og flug því oft í styttra lagi. Bestu dagarnir voru þr. 23. og lau. 27., en þá daga voru nokkur flug á annan klukkutíma að lengd. SFÍ hafði afnot af TF-ABM Piper-flugfél Arngríms Jóhannssonar í vikunni og voru farin 17 flugtog. Gesta- og kynnisflug voru 16. Samtals voru farin 84 svifflug auk þess sem sem fjöldi fluga var farinn á TF-SAA:

 Má. 22.:  1 flug

 Þr. 23.:  16 flug

 Mi. 24.:  21 flug

 Fi. 25.:  17 flug

 Fö. 26.:  19 flug

 Lau. 27.: 10 flug

 


Baldur Sveinsson, flugljósmyndari með meiru, fór í stutt myndatökuflug með Sverri Þorlákssyni á TF-SAA, þriðjudaginn 23. júlí.

 


Fimmtudaginn 25. fjölgaði óvænt á Sandskeiði þegar félagar úr Flugklúbbi Mosfellsbæjar komu með flugvélar og fylgdarlið til að halda listflugskeppni, þar sem ekki var unnt að halda keppnina á heimavelli vegna þoku.

 


Einn nemandi flaug sólóflug föstudaginn 28. júlí.

 


Vinnulið vikunnar skipuðu:

Ásgeir H. Bjarnason, Sigurberg Gröndal, Eyjólfur, Guðmundsson, Karl Norðdal, Ólafur Gíslason, Stefán S. Sigurðsson, Daníel H. Stefánsson, Skúli A. Sigurðsson, Orri Eiríksson, Hólmgeir Guðmundsson, Benedikt Ragnarsson og Baldur J. Baldursson

 


Myndir frá atburðum vikunnar fylgja.

 

 

BJB, startstjóri