Vikan 7. – 12. júlí

Vikan var frekar dauf þrátt fyrir ágætis veður á Sandskeiði. Á mánudag var ekkert flogið og sáralítið á þriðjudag.

Á miðvikudagskvöld fór svo allt í gang þó yfirleitt væru flug stutt.

Jakob (Rip Hniprahnapur), sem mætti ásamt Daða (Rup) bróður sínum, náði þó að fljúga 45 mín. í sínu vortékki. Einnig var mættur á Sandskeið sá gamli góði félagi Ingólfur Ingólfsson og hefur hann mætt síðan. Flogið var á fimmtudags- og föstudagskvöld í hinum mestu rólegheitum. Nokkur kennsluflug voru flogin og örfá einkaflug. Einkum á TF SAX og TF SWK. Skúli og Daníel Snorra sáu að mestu um kennslu. Á laugardag var eitt steggjaflug sem Skúli sá um af mikilli snilld. Hetjan Björgvin Vilhjálmsson, sem mun verða skertur frelsi þann 8. ágúst flaug sitt fyrsta svifflug með tilheyrandi airopatic tilþrifum Skúla. Er ekki loku fyrir það skotið að við munum sjá hann ásamt nótum sínum á Sandskeiði í náinni framtíð. Þar sem allmargir félagar skunduðu á Geitamel um helgina, var starf lagt niður á Sandskeiði að loknu steggjaflugi.

Kveðja,
Hallgrímur Ólafsson