Þegar alvörumenn fara af stað

Svifflugsmenn svífa nú sem aldrei fyrr, hátt , langt og út um allar trissur.

Steinþór dreif sig í loftið í vikunni, planaði polygon og flaug það sem hann ætlaði sér eða 365 km. Geri aðrir betur! Þess má geta að hann flaug á Duo Discus með farþega í aftursætinu, Drífu Björk og flýgur sennilega ekki mikið einn eftir þetta ...

Ásgeir flaug einfaldan polygon um 270 km sama dag og nú spyrja forvitnir sig hvað polygon sé. Góð spurning og fljótlegast að benda á wikipedia.org.

Jón Hörður flaug um 150 km þríhyrning, Sandskeið- yfir Botnssúlur, að Skjaldbreið, yfir Laugarvatn, Skálholt og heim. Hæst fór hann í 3.200 m yfir Laugarvatni enda í bylgju. Það má gera ráð fyrir því að hann verði snöggur héðan í frá að sækja sitt ,,Silfur C“.

Þess má geta að í gær náðu síðustu svifflugsmenn kvöldsins í bylgju á SAC og SAS af spili.

Af fleiri afrekum segir ekki að sinni.