Tveir sólóistar, hvað er að gerast!?

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað 28. júní á Sandskeiði að tveir svifflugnemar flugu sitt fyrsta sóló í svifflugi. Sigurjón Valsson flugkennari og flugmaður hjá Air Atlanta, með um 6000 flugtíma og Gunnar Ingi Lárusson ungur svifflugnemandi að norðan, með um 15 flugtíma í mótorsvifflugi. Báðir tóku sóló námið á um 3 dögum og í um 10 flugum. Svifflugfélagið óskar þeim til hamingju með áfangann. 

Þá var í lok dags sett 300 metra framlenging af dynex ofurbandi frá Hampiðjunni á spilvír spilsins. Þetta er fyrsta skipti sem notað er band til að draga svifflugurnar í loftið á Íslandi. Eitt flug var flogið og virkaði bandið vel. Reynslan mun sýna hvernig bandið reynist og hvort bætt verður við bandið.

 
 
 
kk