Hiti í ...

 

Með fylgja nokkrar myndir af aðalfundinum en hann sóttu um 30 manns. Snjónum kyngdi niður á meðan við sátum í hátíðarsal Áltanesskóla en allir komust þó heim. Það má mæla með fundarstaðnum enda þessi hluti skólans nýr og vel fór um fundargesti. 

Hvað varðar heimasíðuna komu fram óskir um póstlista, ferlamál, bókunarkerfi fyrir Dimonuna, aðgang að félagaskrá o.fl. Það skiptir máli að fá ábendingar um efni og efnistök og ritstjóri biður menn að senda góðar hugmyndir á svifflug@hotmail.com.

Með fylgja nokkrar myndir frá Skerjó, þar sem Baldur kom, skellti upp tveimur miðstöðvarofnum og var snöggur að. Loks er kominn hiti!

Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, ritsjóri svifflug.com

 

 Fundargestir mæta á staðinn.

Benni Ragnars. tekur púslinn hjá Skandahl.

Skyldu þeir vera að ræða vinnuskylduna?

Flottur!

Formaður flytur tölu.

Hvað ertu ekki á jeppa, kona? Til hvers að moka?

Kaaalllllt. Fengum ofna ...

Baldur með sniðuga græju.

... og aðra enn sniðugri. Nú er kominn hiti.