Íslandsmótið

Stjórn Svifflugd. FmÍ telur sig tilneydda til að aflýsa Íslandsmóti í svifflugi, þann 2.-11. júlí 2010. Ástæður þess eru tvenns konar:

Veðurfarslegar, það virðist þurfa mjög lítinn vind til að skyggni verði mjög lítið sem ekkert. Er það að kenna vegna ösku frá gosi í Eyjafjallajökli.
 
Annað eru pappírsmál. Erfiðleikar eru á að ljúka loftfarsskráningum tímalega fyrir mót. Er það ekki síst vegna nýrra og aukinna krafna í fylgiskjölum varðandi svifflugur.

Ekki hefur verið ákveðið hvort mótið verður haldið síðar á árinu eða því næsta. Aska gossins í Eyjafjallajökli ræður þar miklu.
 
Stjórn Svifflugd. FmÍ þykir leitt að þurfa að tilkynna þetta.
Með bestu kveðjum og von um öskufría næstu framtíð.
 
Þórir Indriðason
thoriri@internet.is