Flug ársins 2016

Þá er flug ársins komið á vefinn. Einnig eru þar upplýsingar um skuldastöðu hvers og eins. Mælst er til þess að félagar fari yfir þessar upplýsingar og sendi gjaldkera eða vefstjóra athugasemdir, holmgeir@vortex.is eða fridjonb@hotmail.com.

Nokkuð hefur borið á að félagar hafi ekki passað upp á rétta skuldfærslu þegar tveir flugmenn fljúga saman. Þegar tveir fljúga saman er skuldfærslu skipt á milli flugmanna nema annað sé tekið fram.