Íslandsmót í svifflugi 2022

Dagana 30. júní til 3. júlí 2022 mun Svifflugdeild Flugmálafélags Íslands standa fyrir Íslandsmóti í svifflugi.

 

Dagana 30. júní til 3. júlí 2022 mun Svifflugdeild Flugmálafélags Íslands standa fyrir Íslandsmóti í svifflugi. Til vara hefur mótstjórn dagana 7. - 10. júlí upp á að hlaupa ef tíðarfar hamlar keppni daganna 30. júní - 3. júlí.


Mótið fer fram frá flugvelli Svifflugakademíu Suðurlands við Geitamel. Um er að ræða einstaklingskeppni í hraða- og/eða fjarlægðarflugi og keppt verður í opnum flokki svifflugna. Mótstjórn skipa Hólmgeir Guðmundsson, Baldur Jónsson og Skúl
i Sigurðsson.

Keppendur skulu hafa gilt skírteini svifflugmanns með áritun fyrir flugtog, svo og gilt flugkeppnisskírteini (FAI Sporting License). 

Mótsgjald er kr. 10.000. Skráning er þegar hafin og skulu væntanlegir keppendur snúa sér til Hólmgeirs Guðmundssonar. Nánari upplýsingar varðandi fyrirkomulag keppninnar verða birtar er nær dregur móti.

Fyrir hönd Svifflugdeildar FmÍ,

 

 Pálmi Franken