25. nóvember, dagskrá

Félagsfundur SFÍ verður haldinn n.k. þriðjudag, 25. nóvember, kl. 20:00 til 22:00 í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardal, í fundarsal C á 2. hæð 

http://isi.is/um-isi/ithrottamidstodin-i-laugardal/fundarsalir/


Dagskrá


Drónar á Íslandi

Sigurður Hrafnsson, eigandi og sérfræðingur mun kynna notkun dróna á Íslandi og starfsemi „Center for Unmanned Aerial Systems - UAS Iceland“


Flugvélar 2014

Baldur Sveinsson, flugljósmyndari m.m., mun líta yfir flugárið á Íslandi með sýningu mynda úr nýrri bók sinni „Flugvélar 2014“


Kaffihlé 


Samskipti Íslendinga og Þjóðverja um flugmál í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar

Ásgeir Guðmundsson, sagnfræðingur mun flytja fræðsluerindi. Ásgeir er m.a. höfundur bókanna „Berlínarblús“, „Gagnnjósnari Breta á Íslandi“ og „Með kveðju frá St. Bernharðshundinum Halldóri“ sem fjalla um athafnir Íslendinga í seinni heimsstyrjöldinni.


Félagsmál SFÍ og önnur mál

Kristján Sveinbjörnsson, formaður SFÍ, mun fjalla um það helsta sem er á döfinni, sbr. einnig fréttabréf SFÍ.