Í kvöld

Minnum á félagsfundinn í kvöld 20. apríl í Skerjafirði og hefst hann kl. 20.15
Á dagskránni verða kynningar á vor- og sumarverkum, Íslandsmóti, gjaldskrá og afmælisundirbúningi.
Þá verður myndasýning með ýmsum skemmtilegum myndum.

Nú styttist í sumarið. Í Skerjafirði er verið að gera flugflota og tæki félagsins klár fyrir sumarið.
Ýmislegt er þó eftir að gera og því gott að sjá fleiri félagsmenn á vinnukvöldunum félagsins í Skerjafirði.

Dimonan er komin í loftið og fóru Tommi og Kristján í gosflug og tóku m.a. meðfylgjandi mynd.
Dimonan er staðsett úti í Fluggörðum og verður þar fram á sumardaginn fyrsta en þá er von okkar að hægt verði að setja hana inn á Sandskeiði. Ef félagsmenn vilja fljúga næstu daga hafið þá samband við Kristján  892 9120, Skúla 898 7209 eða Tomma 823 6639

kveðja
formaður