Fundargerð aðalfundar 2025

Samkvæmt lögum félagsins skal fundargerð send fundarmönnum eða birt á heimasíðu félagsins innan tveggja vikna frá fundi. Fundarmenn hafa tvær vikur til að gera athugasemdir við hana.

Aðalfundur félagsins var haldinn 6. mars í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.

Samkvæmt lögum félagsins skal fundargerð send fundarmönnum eða birt á heimasíðu félagsins innan tveggja vikna frá fundi. Fundarmenn hafa tvær vikur til að gera athugasemdir við hana.

Aðalfundur Svifflugfélags Íslands 2025 haldinn 6. Mars í Íþróttamiðstöð ÍSÍ.

Formaður félagsins, Daníel Snorrason (DS) settur fundinn kl 19:10. Stungið er upp á Bjarna Pétri Friðjónssyni (BPF) sem fundarstjóra og Hólmgeiri Guðmundssyni (HG) sem fundarritara. Samþykkt með handauppréttingu.

Kannað var lögmæti fundarins og reyndist hvort tveggja uppfyllt, boðun og mæting, en á fundinum voru 25 félagsmenn.

Daníel flutti skýrslu stjórnar um liðið starfsár.

Veður var óhagstætt til flugs framan af sumri og lítið flogið en skánaði heldur í ágúst og september.

Ýmis viðhaldsstörf voru unnin við byggingar á Sandskeiði, skýlin voru máluð og nýr pallur byggður við Harðarskála. Málningarvinnunni er þó ekki fulllokið. Ólafur Gíslason (ÓG) bar hita og þunga af málningarvinnunni en ýmsir komu að smíði pallsins, Pálmi Franken (PF) þó mest.

Drög að nýjum samning við Isavia um vélflugbrautina á Sandskeiði og þóknun til SFÍ vegna hennar liggur fyrir.

Áform eru uppi um vindmyllugarð í nágrenni Sandskeiðs sem mun verða alvarleg ógn við starfsemi félagsins. Baldur J Baldursson (BJB) hefur unnið ötult starf við andóf við þessi áform.

Viðhaldsmál í Skerjafirði hafa verið með hefðbundnum hætti, Einar Ragnarsson (ER) Stefán Sigurðsson (SSig) og HG nefndir í því sambandi.

Dráttarflugvélin TF-TUG er gránduð og óvíst um lyktir mála.

Hugmyndir eru uppi um að útvista bóklegri kennslu í flugskóla en SFÍ myndi taka að sér sértækt efni varðandi svifflug sem á vantaði í þeirri kennslu.

Orri Eiríksson hefur nú fengið réttindi til að gefa út ARC-vottorð fyrir svifflugur undir merkjum danska svifflugsambandssins. (DSVU) Jafnframt er opinn möguleiki fyrir fleiri að öðlast slík réttindi með þáttöku í námskeiði á vegum DSVU, auk annarrar reynslu.

Minnst var Guðna Þorsteinssonar fyrrum félaga SFÍ sem lést á árinu.

Þórdís Ása Þórisdóttir (ÞÁÞ) flutti áminningu um skyldur fyrirmyndarfélaga skv reglum ÍSÍ.

Gjaldkeri, Friðjón Bjarnason (FB) kynnti reikninga og drög að samningi við Isavia Umræður spunnust um samningsdrögin, Kristján Sveinbjörnsson taldi samninginn ekki svo góðan sem af væri látið og unnt hefði verið að ná betri samningi með því að loka vélflugbrautinni. Slíkt sagði hann að væri ekki tiltökumál, t.d. hefði Samgöngustofa nýverið lokað flugbraut á Reykjavíkurflugvelli. Bent var á að umræður um þetta heyrðu undir liðinn önnur mál en ekki kynningu á reikningum. Reikningarnir voru samþykktir.

Kosning formanns.

DS gaf kost á sér til endurkjörs og ekki kom fram mótframboð svo hann var sjálfkjörinn.

Kosning stjórnarmanna.

Úr stjórn gengu PF, Jón Hörður Jónsson (JHJ) og Alexaner Daníelsson (AD) sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Jón Hörður mun þó áfram gegna embætti yfirkennara. Frá stjórn kom tillaga um ER, Ásgeir H Bjarnason (ÁHB) og BJB. Baldur tilkynnti þá að hann gæfi ekki kost á sér. Var þá stungið upp á Arnari Hreinssyni. HG gaf kost á sér og ÓG í framhaldinu. Við það dró HG framboð sitt til baka. Var þá gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu og voru Einar, Ásgeir og Ólafur efstir og því kjörnir.

Kristján Jakobsson og Benedikt Ragnarsson kosnir skoðunarmenn reikninga.

Ákvörðun um val fulltrúa á þing FMÍ vísað til stjórnar.

PF skýtur inn í að hann skori á nýja stjórn að skoða 3. grein laga félagsins.

Tillaga um nýja gjaldskrá

Gjaldkeri kynnir tillögur að nýrri gjaldskrá en tillögurnar höfðu áður verið kynntar á vef félagsins og á það bent í fundarboði. ÞÁÞ gerir athugasemd við ákvæði um ævifélaga. Sigmundur Andrésson (SA) leggur til að fella út þetta ákvæði. DS lýsir áhyggjum af því að margir félagar fljúgi sáralítið. Það skapi hættu og tillögum um breytingar á gjaldskrá sé ætlað að sporna við þeirri hættu. KS telur að félögum muni fækka. SSig leggur til að tillagan verði felld.

BJB leggur fram frávísunartillögu, enda sé ekki gert ráð fyrir í lögum félagsins að aðalfundur ákveði annað um gjaldskrá en upphæð árgjalds. Tillagan er

samþykkt með handauppréttingu. Fram koma tillögur um árgjald, 50.000 frá SA, 40.000 frá SSig og 35.000 frá PF. Á endanum er tillagan um 50.000 felld, en 40.000 samþykkt og komu 35 þúsundin því ekki til atkvæðagreiðslu.

Önnur mál:

Matthías Arngrímsson vakti athygli af þeim vandræðum sem af hljótast þegar að vantar spilmann á annars gildum flugdegi. Jafnframt benti hann á í framhaldi af umræðum um samning við Isavia að fyrirtækið hafi yfir 1000 starfsmenn. Þar af séu rúmlega 100 flugumferðarstjórar en afgangurinn flestir lögfræðingar. Því sé ekki endilega heppilegt að leggja í deilur við fyrirtækið með óvissan málstað. FB tekur undir þetta sjónarmið.

AH lýsir því að sér finnist 3. grein laga félagsins alveg fáránleg. BJB bendir á að öllum sé heimilt að leggja fram tillögur um lagabreytingar.

SSig spyr hvaða reglur gildi um listflug með gesti. JHJ svara að hver sem er með svifflugpróf megi jafnframt fljúga með farþega. Listflug, með eða án farþega, megi þeir stunda sem hafi listflug áritun í skírteini sínu. Bendir á að starfsemi á borð við „Happy World“ flugið sem stundað var fyrir uþb 10 árum sé litið mjög alvarlegum augum af Samgöngustofu.

DS lýsir áhuga á að hafa flugdag á Sandskeiði á komandi sumri. Rætt er um að hafa kynningu í skólum til að auka nýliðun. SSig bendir á að margir unglingar hafi farið gegnum félagið á liðnum árum en stoppi stutt við.

Fundi slitið kl 21:30

Leave a comment

Please note that we won't show your email to others, or use it for sending unwanted emails. We will only use it to render your Gravatar image and to validate you as a real person.

TestUser
TestUser - föstudagur, 21. mars 2025

gCVc xfkf SCbHiEMn mLUnWo dWf Zbmw