Þá er það vika tvö í sumarstarfseminni. Hana skipar besta fólkið ;-) en kannski ekki besta veðrið. Það á þó eftir að koma í ljós. Í kvöld var hægur vindur, skýjað en lítið flogið. Sá sem flaug, Jón Hörður, var að taka tjékk á Tugguna.  
 

Ef vikan verður svona þá bökum við bara pönnsur og sötrum kaffibaunahressingardrykk en það verður ekki fyrr en á fimmta ,,ekki-flugdegi”. Er ekki frekar ólíklegt að það komi til?

 
 
Veðurspámenn staðarins spá betra veðri á morgun. 
Sjáumst, 
Ída
 
    
    
