Góð gjöf í Harðarskála

Í heimsókn kom góður gestur færandi hendi. Hér var á ferðinni Einar nokkur Gunnarsson, tengdasonur Harðar Hjálmarssonar heitins og færði hann félaginu málverk af Herði. Hörður var einstaklega virkur í félaginu á meðan hann lifði en helst minnast menn hans í tengslum við félagsheimilið sem hann hannaði og byggði árið 1976. Eyddi hann miklum tíma í þetta verkefni enda heitir félagsheimilið Harðarskáli. Hér fylgir mynd af afhendingu málverksins og hefur það verið sett í öndvegissæti í Harðarskála.