Fundur á morgun 5. nóvember

Stjórn Flugmálafélagsins í samstarfi við aðildarfélög ætla að hittast á morgun, laugardag 5. nóvember á milli kl. 11 og 13, í húsnæði FÍE á Reykjavíkurflugvelli.

Formaður FÍE, Valur Stefánsson segir frá ferð sinni á Evrópufund AOPA. Reynir Þór Guðmundsson segir frá ferð sinni á workshop hjá EASA og Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélagsins, ræðir kyrrsetningu loftfara o.fl. Svifflugmenn eru hvattir til að mæta. Bent er á síðuna http://www.iaopa.eu/aopa/current.html.

Stefnt er að félagsfundi Svifflugfélagsins 15. nóv., nánar auglýst síðar.