EUREKA!

Það tókst! Svifflugfélag Íslands má kenna svifflug, sportflug og vélflug samkvæmt fínum evrópskum stöðlum. Myndin er tekin í tilefni dagsins en auk Sigurbjarnar J. Gunnarssonar og Guðmundar Helgasonar frá Samgöngustofu, má sjá Kristján Sveinbjörnsson ábyrgðarmann flugskólans, Þórhildi Ídu Þórarinsdóttur verkefnastjóra teymisins sem hefur undirbúið umsókn og samið kennsluhandbók, Sigurjón Valsson yfirkennara vélflugs við skólann, Ásgeir Bjarnason, Orra Eiríksson, Skúla A. Sigurðarson yfirkennara og nú skólastjóra og Jón Hörð Jónsson öryggisstjóra skólans. Birta Líf Kristinsdóttir gæðastjóri skólans náðist ekki á mynd en hún þurfti að skreppa frá og spá góðu svifflugsveðri í sumar. Þessir svifflugsfélagar eru í teyminu sem vann að því að fá kennsluleyfi. Að öðrum ólöstuðum hafa þeir Orri og Sigurjón sýnt mikinn áhuga við verkefnið.