Sumarið og veturinn

Sælir félagar

Nú er sumarstarfsemi félagsins lokið með frekar góðu sumri þó flug hafi vart náð meðaltali af ýmsum ástæðum.

Næstkomandi ár 2011 er afmælisár en þá er Svifflugfélagið 75 ára en félagið var stofnað 10. ágúst 1936. Vetrarstarfsemi félagsins verður því með nokkuð viðameiri hætti en síðastliðna vetur.

 

!!!! Hátíð í Skerjafirði 20. nóv. !!!!

Í tilefni þess að við höfum nú gert samning við Reykjavikurborg um viðgerða- og vetraraðstöðu í Skerjafirði ætlum við að halda hátíð þar laugardaginn 20. nóvember milli 15 og 18. Veitingar,  myndasýningar og aðstaðan sýnd, nánar auglýst síðar.

 

Aðalfundurinn.

Aðalfundur félagsins verður haldinn  laugardaginn 12. febrúar 2011

 

Félagsfundir.

Félagsfundir verða haldnir  15. mars, 12. apríl og 3. maí. Athugið að dagsetningar gætu breyst.

 

Vinnutími í Skerjafirði.

Fjölmörg verkefni bíða úrlausna í vetur. Í Skerjafirði eru skipulögð vinnukvöld á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum ásamt laugardögum nú í vetur. Einar R. sér um skipulagningu verkefna og áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við hann Einarr@vodafone.is eða síma 66 99 814.  Sími Skerjafjarðar er 897 8730

 

\________Flug í vetur________/

Dimonan verður höfð flughæf meginpart vetrarins. Hún er nú staðsett í skýli 3 og hægt að nálgast hana til flugs á góðviðrisdögum. Friðjón sér um afnot af vélinni, en þeir sem óska eftir að hafa aðgang að henni þurfa að greiða hlut í skýliskostnaði kr. 10 þús. yfir veturinn. Áhugasamir hafi samband við Friðjón, fridjonb@hotmail.com eða síma 698 8086. Dimonu-kennarar félagsins, t.d. þeir Skúli 898 7209, Tómas 823 66 39 eða Daníel 847 2796 eru mögulega tilbúnir að fljúga með félagsmenn og aðra.

 

Kveðja,

Stjórnin