Kóngsins Köben

Af norrænu þinghaldi og utanlandsferðum er allt gott af frétta. Fyrsti formlegi og óformlegi dagurinn var notaður í að heimsækja Nordsjællands Flyveklub, hvar dönsk veðurblíða lék við okkur, termikkskilyrði á köflum mjög fín og útsýni til allra átta enda landið örlítið flatt. Menn flugu Duo Discus T, Duo Discus XT, Nimbus 4DT og Janus CT, einnig prófuðum við heimatilbúinn flughermi sem virtist alls ekki galinn. Skoðuð voru skýli, tæki og tól og ekki síst gott skipulag sem þarf í 200 manna klúbbi. Íslendingarnir sýndu ákveðnum náttfatagöllum þó nokkurn áhuga og mál manna að svona þurfum við að eignast. Um annað tengt svifflugi verður ekki fjallað hér enda sitja þátttakendur þingið í augnablikinu.

Með góðri ,,heilsu",

Kristján, Einar, Ída og Ólafur G.

Enn hafa engir samningar verið undirritaðir og harla fátækleg kaup hafa verið gerð í þágu SFÍ, þótt menn hafi vissulega kiknað í hnjám þegar gengið var hjá eigulegri sláttuvél.