Vikan 21. - 27. júní

21. og 22. júní  var ekkert svifflug á Sandskeiði.
 
23. júní var talsvert flug á Sandskeiði, ýmsir nemendur voru á  TF-SAC. Sverrir Th. flaug á TF-SAL og undirritaður og Kristinn Pálmason sitt hvort flugið á TF-SBS. Theodór Blöndal flaug á TF-SKG, Daníel Stefánsson á TF-SPO og Ásgeir Bjarnason og undirritaður flugu fjóra og hálfan tíma á TF-SWK .
 
24. júní voru aðeins 3 kennsluflug á TF-SAC, Ólafur Helgi flaug eitt flug á TF-SAL og Ingólfur H. og Friðjón Bj. flugu sitt hvort flugið á TF-SAS.
 
25. júní var ekkert svifflug á Sandskeiði.
 
26. júní voru  flogin 5 kennsluflug og tvö steggjaflug á  TF-SAC.
 
27. júní  voru aðeins 3  kennaraflug á TF-SAC, Skúli Sig yfirkennari  tékkaði Jón Hörð Flugleiðakaptein til  kennara.


Kveðja,

Karl Norðdahl