Félagsfundur 18. maí

 

Félagsfundur Svifflugfélags Íslands verður haldinn á Sandskeiði þriðjudaginn 18. maí og hefst kl. 20.00. Á dagskránni er gjaldskrá 2010, öryggismál, starfsemi sumarsins og undirbúningsnefndir kynna stuttlega verkefni sín varðandi 75 ára afmælið.

Svifflugið er hafið. Flogið verður nú á frídögum og um helgar fram að mánaðamótum en þá hefst skipulögð flugstarfsemi þegar viðrar alla daga vikunnar. Hægt að fljúga Dimonunni hvenær sem er og tilvalið að skreppa á gosstöðvarnar nú í bjartviðrinu.

Ef þið vitið áhugasama menn eða konur um svifflug, sem hefur jafnvel lengi langað að prufa, þá er gott tækifæri að kom með nýtt fólk á vorfundinn og síðan í svifflug.

Kveðja, stjórnin.