Flugsýning

Kæru félagar,
fjölmennið á flugsýningu Flugmálafélagsins á morgun laugardag. Til stendur að Svifflugfélag Íslands verði með flugatriði eins og venja hefur verið, sem Kristján Sveinbjörnsson mun sjá um af sinni alkunnu snilld en Sigurjón Valsson dregur hann í bæinn í kvöld og síðan aftur í loftið á sýningunni, Arnar Hreinsson tekur að sér að fljúga Dimonunni niður á Reykjavíkurflugvöll, því hún verður til sýnis þar og Jón Atli fer með turnbíl félagsins á svæðið. Andlit okkar þetta árið verður unga kynslóðin og væri gott ef þeir sem eru í yngri kantinum hafi samband við formann í síma 864 7452 því við erum með kynningarefni sem verður dreift á svæðinu. 
Að öðru leyti er dagskrá Flugmálafélagsins metnaðarfull, nú þegar hafa allmargir Þristar komið til landsins og er Catalina flugbátur lentur en sumir muna eftir að hafa séð Catalinu lenda og hefja sig á loft eða hafa jafnvel flogið með flugbátnum. Hér má lesa um fyrsta millilandaflugið, sem farið var á Catalina flugbáti https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1024205/
Við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Sjáumst öll á morgun á Reykjavíkurflugvelli (á svæðinu við Icelandair Hotel Reykjavik Natura við Nauthólsveg fyrir þá sem eru nýir í bransanum). Svæðið verður opnað klukkan 12:00, sýningin byrjar kl. 13:00 og aðgangur er ókeypis.

Annað, Flugmódelfélagið hefur beðið um að fá vera á Sandskeiði 7-9. júní og bjóðum við félagið velkomið.  Að lokum, við stefnum á að halda grillveislu og fljúga miðnætursvifflug 22. júní og eru börn félaga í SFÍ velkomin í grillveisluna. Nánar um það síðar en stjórn mun senda út fréttabréf innan skamms.

Stjórn Svifflugfélags Íslands