Fésbókin o.fl.

 

Fyrir þá sem fletta fésbókinni, þá er þar  www.facebook.com/svifflug. Síðan er hugsuð sem mynda- og upplýsingasíða um svifflug og þeir félagar Daði Freyr Gunnarsson og Jakob Fannar Sigurðsson sjá um hana. Flott framtak hjá þeim!

 

Yfir í allt aðra sálma, því nú verður flughelgi á Akureyri 19. og 20. júní. Fyrir þá sem ætla norður þá var þetta að finna í pósti ritstjóra í vikunni: ,,Það verður boðið upp á ýmislegt sem tilheyrir flugkomum af þessari gerð. Fyrir utan margskonar flugatriði verða góðar veitingar boðnar gegn vægu gjaldi.

 

Á laugardagskvöldinu verður grillveisla í skýli Flugskóla Akureyrar. Þeir sem koma fljúgandi eru beðnir að koma tímanlega til að hægt verði að raða upp flugflotanum. Gunnar Víðisson verður móttökustjóri á jörðu og eru menn beðnir að fara að fyrirmælum hans. Listflugkeppnin hefst 10:30. Svæðið verður opnað upp úr því og síðan verða tvær flughetjur heiðraðar. Eftir það fara flugatriðin í gang og standa fram yfir kl: 16:00. Meðal atriða eru listflug, fallhlífastökk, svifflug, keppni milli sportbíls og listflugvélar, hópflug, sýning sjúkravéla, Crazy Cub-flug, Fis-flug, Dogfight og margt fleira.

 

Við vonumst til að sjá sem flesta, bæði á flugsvæði og ekki síður í grillveislunni um kvöldið. Vinsamlegast skráið ykkur í grillið í afgreiðslu Flugsafnsins fyrir klukkan 15:00.

 

Góða skemmtun."